Kæru viðskiptavinir, vinir og vildarmenn;)

Við hjá Tölvuvirkni höfum gert samstarfssamning við Ódýrið um rekstur á versluninni okkar og munum hér eftir auglýsa og koma fram undir merkjum Ódýrsins :)

ÓDÝRIÐ er öflugur söluaðili á tölvubúnaði með sterkt bakland, mikið vöruúrval og lágt vöruverð. Endilega kíktu í heimsókn en við opnum nýja verslun Ódýrsins í húsnæði okkar í Holtasmára 1 Kópavogi, miðvikudaginn 9.mars kl 10:00 með fjöldann allan af ótrúlegum opnunartilboðum og er að finna þar verð sem hafa aldrei sést áður!

Við munum áfram reka öflugt tölvuverkstæði og bjóðum uppá Ódýra bilanagreiningu;) Starfsmenn Tölvuvirkni og nú Ódýrsins hafa áratuga reynslu af tölvuviðgerðum en við höfum rekið öflugt tölvuverkstæði nú í 14 ár frá árinu 2002.


Bestu kveðjur
Fjölnir Freyr Ingvarsson Rekstrarstjóri

Þú verður nú tekinn á nýja síðu Ódýrsins (10)